Accord

Actavis Iceland


STÖRF Í BOÐI

Við leitum að hæfileikaríku fólki

Actavis er sífellt í leit að hæfileikaríku fólki sem hefur áhuga á að starfa í ört vaxandi fyrirtæki með áhugasömu og metnaðarfullu starfsfólki. Actavis er framsækið fyrirtæki og þar ríkir góður starfsandi.

Meðhöndlun umsókna

Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en ef reynsla og hæfni umsækjenda nýtist mögulega í lausar stöður verður haft samband við viðkomandi.

Allar umsóknir eru geymdar í níu mánuði, eftir þann tíma er þeim eytt. Ef ekki hefur komið til ráðningar innan þess tíma og enn er óskað eftir starfi, þarf að sækja um á ný. Ef umsækjandi kýs að umsókn verði eytt innan þess tíma þá vinsamlega sendið tölvupóst á starf@actavis.is.

Störf í boði

Mikilvægt að vanda til verka

Þar sem haldið er utan um allar umsóknir í tölvukerfi fyrirtækisins þurfa umsóknir að berast á því umsóknarformi sem óskað er eftir. Vinsamlega athugið að hægt er að setja ferilskrá undir viðhengi.

Mikilvægt er að umsóknareyðublaðið sé fyllt út eins nákvæmlega og kostur er því leitað er eftir þeim upplýsingum sem umsækjendur skrá í kerfið varðandi menntun, hæfni o.s.frv. Með því að vanda til verka eykurðu möguleika þín á að fá starf.
Almenn starfsumsókn

Störf í boði:

Sem stendur eru engin auglýst störf í boði, en þú getur sent inn almenna starfsumsókn.

Nánari upplýsingar vegna umsókna veitir starfsmannasvið.

  • til baka
  • prenta
  • senda