Accord

Actavis Iceland


STÖRF Í BOÐI

Við leitum að hæfileikaríku fólki

Actavis er sífellt í leit að hæfileikaríku fólki sem hefur áhuga á að starfa í ört vaxandi fyrirtæki með áhugasömu og metnaðarfullu starfsfólki. Actavis er framsækið fyrirtæki og þar ríkir góður starfsandi.

Störf í boði

Meðhöndlun umsókna

Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en ef reynsla og hæfni umsækjenda nýtist mögulega í lausar stöður verður haft samband við viðkomandi.

Allar umsóknir eru geymdar í níu mánuði, eftir þann tíma er þeim eytt. Ef ekki hefur komið til ráðningar innan þess tíma og enn er óskað eftir starfi, þarf að sækja um á ný. Ef umsækjandi kýs að umsókn verði eytt innan þess tíma þá vinsamlega sendið tölvupóst á starf@actavis.is.

Mikilvægt að vanda til verka

Þar sem haldið er utan um allar umsóknir í tölvukerfi fyrirtækisins þurfa umsóknir að berast á því umsóknarformi sem óskað er eftir. Vinsamlega athugið að hægt er að setja ferilskrá undir viðhengi.

Mikilvægt er að umsóknareyðublaðið sé fyllt út eins nákvæmlega og kostur er því leitað er eftir þeim upplýsingum sem umsækjendur skrá í kerfið varðandi menntun, hæfni o.s.frv. Með því að vanda til verka eykurðu möguleika þín á að fá starf.
Almenn starfsumsókn

Störf í boði:

 • Verkefnastjóri - Maintenance

  Starfið tilheyrir Maintenance deildinni sem er á skráningarsviði. Hlutverk deildarinnar er að sjá um almennt viðhald á markaðsleyfum Actavis/Teva lyfja bæði fyrir viðskiptavini Actavis og eigið vörumerki hvort sem er innan eða utan Evrópusambandsins. Verkefnastjóri er í miklum samskiptum við erlenda viðskiptavini, lyfjayfirvöld og aðrar deildir/dótturfyrirtæki Actavis.

  Helstu verkefni:

  • Skipulagning/mat breytingaumsókna er varða hinar ýmsu breytingar sem gerðar eru á lyfjum sem fyrirtækið þróar og framleiðir
  • Uppfærsla skráningargagna í samræmi við breytingaumsóknir
  • Undirbúningur og innsending breytingarumsókna í nafni Actavis og viðskiptavina innan og utan Evrópusambandsins
  • Almennt viðhald á markaðsleyfum í samræmi við evrópsku lyfjalöggjöfina
  • Upplýsinga- og ráðgjöf er varðar breytingaumsóknir

  Við leitum að einstaklingi:

  • með háskólamenntun í lyfjafræði eða aðra raunvísindamenntun
  • sem er nákvæmur, agaður og sjálfstæður í vinnubrögðum
  • með mjög góða enskukunnáttu
  • með góða almenna tölvukunnáttu

  Umsóknarfrestur er til og með 3. maí nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.actavis.isundir Störf í boði. Nánari upplýsingar veitir Jenný Sif Steingrímsdóttir, jsteingrimsdottir@actavis.is.

  Submit