Accord

Actavis Iceland


Parkódín

Virk innihaldsefni og styrkleikar:
Hver tafla inniheldur 500 mg af paracetamól og 10 mg af codeini
Lyfjaflokkur:
Tauga- og geðlyf
Undirlyfjaflokkur:
Verkjalyf (analgetica)
ATC flokkur:
N02BE51
Lyfseðilsskylt
Lyfjaform og notkun:
Töflur til inntöku
Pakkningastærðir:

10, 30 og 100 stk. þynnupakkningar

300 stk. glasapakkningar

Ábendingar:
Parkódín inniheldur tvö virk efni, paracetamól og kódein. Paracetamól hefur verkjastillandi og hitalækkandi verkun. Verkjastillandi verkun þess byggist á áhrifum á heilann og á þá vefi þar sem verkurinn á upptök sín. Paracetamól ertir ekki magaslímhúð og hentar því þeim sem hafa fengið magasár eða eru viðkvæmir í maga. Kódein hefur einnig verkjastillandi áhrif. Það er skylt morfíni en hefur nokkuð veikari áhrif. Kódein breytist að hluta til í morfín í líkamanum og er það talið skýra verkjastillandi áhrif þess. Auk þess hefur kódein nokkra hóstastillandi verkun. Lyfið er notað við verkjum eins og höfuðverk, tíðaverk og tannpínu.
  • til baka
  • prenta
  • senda

Fylgiseðill (Upplýsingar fyrir sjúklinga) og SPC (Samantekt um eiginleika lyfs)

Parkódín