Ísland


Venlafaxin Actavis

Virk innihaldsefni og styrkleikar:
Venlafaxin 37,5 mg, 75 mg og 150 mg
Lyfjaflokkur:
Tauga- og geðlyf
Undirlyfjaflokkur:
Geðlyf (psychoanaleptica)
ATC flokkur:
N06AX16
Lyfseðilsskylt
Lyfjaform og notkun:
Forðahylki, hörð, til inntöku
Pakkningastærðir:

37,5 mg - 7 stk. þynnupakkningar

75 mg - 28 og 98 stk. þynnupakkningar og 100 stk. glasapakkningar

150 mg - 98 stk. þynnupakkningar og 100 stk. glasapakkningar

Ábendingar:
Venlafaxin Actavis er þunglyndislyf sem inniheldur virka efnið venlafaxín. Lyfið er ætlað til meðferðar og forvarnar gegn alvarlegum þunglyndislotum, til meðferðar við almennri kvíðaröskun, félagsfælni og felmtursröskun með eða án víðáttufælni. Virkni lyfsins má aðallega skýra með því að venlafaxín er öflugur hemill gegn endurupptöku taugaboðefnanna serótóníns og noradrenalíns en lítil virkni þessara boðefna er talin valda þessum sjúkdómum.
  • til baka
  • prenta
  • senda

Fylgiseðill (Upplýsingar fyrir sjúklinga) og SPC (Samantekt um eiginleika lyfs)

Venlafaxin Actavis